Ríkisstofnanir...!

Alveg er ég rasandi á þessum blessuðu ríkisstofnunum! Þannig er að þegar ég og maðurinn minn skildum á síðasta ári þá þurfti að sjálfsögðu að ganga frá allskonar umgengnis samningum og ég veit ekki hvað og hvað. Í janúar þegar þetta var allt saman frá gengið fór ég og sótti um meðlag hjá TR umboðinu á Selfossi. Svo líður og bíður og nú er Júlí og ekkert meðlag hef ég fengið. Ég fór að spyrjast fyrir hvað væri nú eiginlega í gangi. Þá finnst umsóknin mín, stimpluð í Mars... Á hverju stoppar þetta þá?? Jú þetta virðist stoppa á því að enginn SAMNINGUR hafi verið gerður um meðlagsgreiðslur.SAMNINGUR!!!! Erum við að grínast????!!!! Og hvað gæti ég gert í því að þennan samning vantaði, spurði ég? Jú, ég gat fengið þartil gerðan samning óútfylltan og farið og fengið undirskrift míns fyrrverandi í votta viðurvist. Jahá! Hvað ef við töluðumst ekki við? Hvað ef illindin sem voru í gangi í upphafi væru ekki yfirstaðin??!! Eruð þið að reyna að segja mér að íslenskar konur þurfi að eltast við barnsfeður sína til að fá þá til að skrifa undir samning um meðlag????!!!! og hvað ef hann segði bara nei????!!! Fengi ég þá bara ekki krónu??!! Það gerist varla mikið fáránlegra en þetta!! En ég er sko ekki búin! Onei! Jú, það vill svo til að ég er svo heppin að við tölumst við, meirað segja á frekar vinalegum nótum, enda er það í allra hag að það geti verið þannig. Þegar ég var svo loksins búin að fá þetta útfyllt í votta viðurvist með tilhöfn og öllu tilheyrandi þrammaði ég með þetta blessaða plagg uppá sýsló til að klára dæmið. En neeeii það er ekki nóg. Það þarf að samþykkja samninginn. Og hver gerir það, gæti einhver spurt?  Jú það ku vera fulltrúi fjölskyldusviðs hjá sýslumanninum á Selfossi. Það vill bara svo til að sú kona er í sumarfríi akkúrat núna. Er ekki einhver að leysa hana af í sumarfríinu?? Onei takk fyrir takk. Ekki sála.  En sýslumaðurinn sjálfur?? Hann hlítur nú að geta samþykkt þetta merka plagg? Jú kannski, en hann er bara í fríi líka. Jahá. Þið segið nokkuð. Þannig að ég verð bara að gjöra svo vel og bíða þangað til fólki hentar að vera ekki í fríi. Þá gæti einhver spurt, en hvernig stendur á að svona gerist?? Ja, ég spyr nú bara að því líka. Ég spurði vinalegu konuna hjá TR á Selfossi hvort að þær settu ekkert spurningamerki við þá staðreynd að þarna væri búið að liggja hjá þeim umsókn um meðlag síðan í janúar, stimplað í mars og engin samningur? Nei, þá er bara ekkert eftirlit með því! Ég er svo algjörlega rasandi og yfirgengilega hneyksluð á svona vinnubrögðum að ég bara á ekki til eitt aukatekið orð! En hvað getur maður gert annað en að bíta saman og bíða eftir að kónginum og prestinum detti í hug að mæta á svæðið úr sumarfríi í vinnunna sína, sem þau sinna á milli hálf tíu og hálf þrjú á daginn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff, þetta er nú meira vesenið, vonandi reddast þetta allt hjá þér:)

Magga (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hrönn - Forskrúfuð og full kvenhroka

Höfundur

Ásta Hrönn
Ásta Hrönn
Höfundur er rúmlega tvítug, allra landshorna kvikindi en hefur átt búsetu á Selfossi undanfarin 3 ár. Einstaklega forskrúfuð og full kvenhroka með eindæmum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • madeleine

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband