29.11.2007 | 17:11
Nokkrar pælingar...
Ég hef soldið gaman að því að spá í orðum og merkingum þeirra. Í umræðunni í þjóðfélaginu sem hefur verið undanfarið þá hef ég verið að velta fyrir mér eftirfarandi orðum og hvað þau standa fyrir:
Feministi. Í mínum huga er feministi einhver sem vill að konur séu jafnar körlum í leik og starfi og ber hagsmun kvenna fyrir brjósti sér. Feministi þarf samt ekki að vera jafnréttissinni. Hann vill bara að konur séu jafnar körlum sbr. FEMINisti
Jafnréttissinni. Það er sá sem vill jafnrétti fyrir alla. Konur, karla, fatlaða, útlendinga og svo mætti lengi telja. Því hljóta allir jafnréttissinnar að vera feministar. Eða vilja jafnréttissinnar bara jafnrétti fyrir karla, fatlaða útlendinga osfrv. en ekki konur?
Karlisti. Ekki er til orð yfir einhvern sem vill jafnrétti fyrir karla. Svo við skulum kalla það karlista. Sá vill jafnrétti fyrir karla í leik og starfi og ber hagsmuni karla fyrir brjósti sér. Karlisti þar ekki að vera jafnréttissinni.
Svo eru tveir hópar í viðbót.
Það eru konurnar sem fara fram undir merkjum feminista og eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni og gera það að verkum að fólk segir feminsti svona svipað og það segir nasisti. Það fær óbragð í munninn og skekkir á sér andlitið. Feminsti, það er slæmt. Þessar konur geta bara ekki borið hag kvenna fyrir brjósti. Það getur ekki verið gott fyrir konur að það sé slæmt að vera FEMINisti. Það eru konurnar sem koma með fáránlegar hugmyndir sem gera lítið úr málstaðnum eins og það sem hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Hvítvoðungar megi ekki vera í bleiku og bláu og fleiri svona fáránleg mál. Hafa þessar konur í alvörunni ekkert að gera? Ég á t.d. strák. Hann er oftast í bláu. Hann á hins vegar rauð föt og appelsínugul föt sem fara honum vel og meirað segja einn bleikröndóttann bol. Þegar hann fæddist var ég með föt sem hann fór strax í. Þau voru blá... só sú mí...! Ætliði kannski að segja mér að þessar konur banni dætrum sínum að vera í bleiku ef þær vilja það, því það sé niðrandi að skipa þeim á bása og setja þær í bleikt??
Svo eru það karlarnir sem úthrópa allar konur sem segjast vera feministar og bilast ef þær tjá sig á opinberum vettvangi eins og t.d. blogg. Í alvöru strákar. Ef þessar konur fara svona í taugarnar á ykkur, hvað eru þið þá að lesa bloggin þeirra? Þessi hópur t.d. trylltist yfir því að konur fóru að tala um að það væri niðrandi fyrir karla þessi nýjung í Hagkaupum. Þær voru bara að ræða þetta í bróðerni og svo komu þessir blessuðu karlar og fóru á hliðina yfir því að þær væru að æsa sig yfir þessu og um leið snérist umræðan og varð leiðinleg og fólk fór að ausa svívirðingum og ég veit ekki hvað og hvað... æji dæs og úff... Mitt ráð er þetta, stelpur, látið sem þið heyrið ekki í þeim. Ignorið komment frá þeim og látið sem þið sjáið þá ekki. Þeir eru ekki þess virði að láta blóðið fara á flakk yfir þeim.
Þá ætla ég að koma inn á þetta Hagkaups mál. Ég lít á mig sem jafnréttissinna. Þess vegna er ég feministi og karlisti J Mér finnst þetta uppátæki hjá Hagkaupum niðrandi fyrir karlmenn. Í alvöru strákar, ef þið pælið aðeins í þessu. Jú þetta er svaka kúl og fyndin hugmynd. Mér þætti fínt að hlamma mér niður og horfa á enska og spila playstation, ég skora bara á ykkur í mortal kombat ;) En ef þið hugsið aðeins lengra en það. Þarna er verið að setja upp herbergi til að geyma" karlmenn á meðan konan verslar. Barnaherbergið skil ég. Ef ég er ein heima með strákinn minn, þá verð ég að taka hann með í búðina (annars reyni ég nú yfirleitt að sleppa því) þá er fínt að hann geti verið í barnaherbergi, honum finnst EKKI gaman að versla. Er með þessu pabbaherbergi verið að ýja að því að karlmenn séu svo mikil börn að þeir geti ekki verið heima á meðan konan verslar? Mér finnst ekkert skemmtilegt að versla í matvöruverslun. Mér finnst gaman að elda, og því er nauðsynlegt að versla. Ég líkt og aðrar mannverur funkera frekar illa ef ég fæ ekkert að borða og því eru slíkar verslunarferðir nauðsynlegar. Ég hins vegar fer yfirleitt ein. Eða maðurinn minn fer...Einn. Ég get alveg borið pokana mína út í bíl og ég kann að keyra. Þannig að ég er fullfær um að fara útí búð sjálf :)
Jæja nóg um þetta :D
Þá að öðru, þó þessu tengt. Það er að segja, merkingu orða. Orð eru aldrei verri en merkingin sem lagt er í þau. 10 litlir negrastrákar. Í vísunni er ekki verið að tala niðrandi um litað fólk. Þetta er barn síns tíma. Fólk getur hins vegar kosið að leggja neikvæða merkingu í orðið negri. Það er þeirra völ. Sem dæmi um þetta þá vill litað fólk í USA meina það að það (litað fólk) megi kalla hvort annað nigga" en ef hvítur maður segir nigga" þá er það allt í einu orðið niðrandi? Hmmm. Þetta er eitthvað skrýtið. Ég vil nú gjarnan taka það fram að ég er sennilega síðust á listanum yfir þá sem hafa einhverja rasiska tendensa. Ég á vini af öllum þjóðernum og litum. Hef búið á Spáni og Danmörku svo eitthvað sé nefnt og finnst litróf manneskjunnar gera lífið skemmtilegra. Það er bara þetta með orðin...
Ég var t.d. að hlusta á Stóru Barnaplötuna með syni mínum í bílnum í dag. Þar er lag með Ómari Ragnarssyni sem er mjög fyndið. Þar eru stelpa og strákur að tala saman. Hún er að drullumalla og hann hlær að henni. Textinn er einhvern veginn svona:
Stelpan segir: Ér að baka, bakí form. Í nokkrar beyglaðar dollur og hræri með (einhverju sem ég skil ekki). Hér ég baka, mitt brauð og syng. Ég sæki deigið mitt í dálítin moldarbing. Ég baka tertu með brúnan koll. Og þess vegna sit ég við svolítin drullupoll. Í honum heilmikið drullumall hræri ég fyrir minn kall. Þú mátt sjá en farðu svo frá því ég er að baka.
Ér að elda, elda mat. Og ég elda í pott sem er eldgamalt vaskafat. Ég hræri með spýtu minn spónarmat. En það er frat að það er á fatinu soldið gat. En ég elda fyrir því, ég set stöppu í pottinn og stein set ég gatið í. Og seinna er ég eignast mann þá elda ég svona fyrir hann. Þú mátt sjá en farðu svo frá því ég er að elda."
Strákurinn segir þá Ertað baka. Ahaha. Þetta finnst mér nú alveg fáránleg vitleysa. Er það nú kaka. Ahahaha. Og er það nú pottur og er það nú eldamaskína."
Stelpan svarar: En ég elda fyrir því. Ég set stöppu í pottinn og stein set ég gatið í. Og seinna er ég eignast mann þá elda ég svona fyrir hann. Þú mátt sjá en farðu svo frá því ég er að elda."
Eigum við ekki öll að fara á hliðina yfir því að þetta lag sé að setja börn á bása og sé niðrandi fyrir konur? :) Bara svona smá pæling.
En nú er ég búin að blaðra nóg. Ég bara varð að koma þessu frá mér hehe :)
Um bloggið
Ásta Hrönn - Forskrúfuð og full kvenhroka
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.