Afhverju bara Reykjavík?

Ég hef afskaplega lítið álit á svona keppnum, en það er svosem bara mín skoðun og ekki það sem ég ætlaði að ræða hér... Alveg finnst mér dæmigert fyrir þjóðfélagið sem við búum í í dag að aðeins Ungfrú Reykjavík skuli sýnd í sjónvarpinu. Hvers vegna er þessari keppni gert hærra undir höfði en hinum keppnunum? Þar að auki fara fleiri stúlkur úr Ungfrú Reykjavík í Ungfrú Ísland en úr hinum keppnunum (ef ég hef skilið þetta rétt). Eru svona miklu betri og fallegri stelpur í Reykjavík heldur en annars staðar á landinu? Er verið að segja það? Þetta er skólabókardæmi um miðstýringuna sem á sér stað úr Reykjavík þar sem gert er lítið úr þeim sem voga sér að búa í öðrum landshlutum en á Suð-Vestur horninu! Skömm er að þessu!


mbl.is Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo lítið land að það ætti bara að sleppa forkeppnunum og senda þær beint í Ungfrú ísland.

 En  með að flestar komi úr Ungfrú Reykjavík er mjög eðlilegt. Með því er ekki verið að segja að Reykvískar stelpur séu fallegri, heldur einfaldlega að framboðið sé meira enda býr hálf þjóðin þar.

Geiri (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:03

2 identicon

Það er bara þannig að fallegustu stúlkurnar eru í bænum, þetta vita allir ..... Ásta.... hvenær flytur þú hingað ??? :-þ

Óskar (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hrönn - Forskrúfuð og full kvenhroka

Höfundur

Ásta Hrönn
Ásta Hrönn
Höfundur er rúmlega tvítug, allra landshorna kvikindi en hefur átt búsetu á Selfossi undanfarin 3 ár. Einstaklega forskrúfuð og full kvenhroka með eindæmum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • madeleine

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband